Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 30. júní 2019 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro segir ÍBV þurfa fleiri leikmenn en það sé ekki auðvelt
Pedro Hipolito.
Pedro Hipolito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, ræddi við Vísi eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í dag.

„Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur," sagði Pedro en ÍBV er á botninum í Pepsi Max-deildinni með fimm stig úr 10 leikjum og -17 í markatölu.

Félagaskiptaglugginn opnar á morgun og verður opinn í heilan mánuð. Það er ljóst að tveir leikmenn bætast við hópinn hjá ÍBV. Gary Martin og Benjam­in Prah, sem kemur frá Gana.

Í viðtali við Fótbolta.net fyrir um viku síðan sagði Pedro að ekki væri von á mikið meira frá ÍBV. Í samtali við Vísi í dag sagði hann hins vegar að ÍBV þyrfti meira.

„Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð," sagði Pedro og bætti við að það væri ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og ÍBV.

Varnarmaðurinn Gilson Correia var ekki í leikmannahópi ÍBV og vildi Pedro lítið um það segja. Gilson, sem er varnarmaður, hefur ekki heillað með ÍBV í sumar og var arfaslakur gegn Víkingum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun."

Viðtalið við Pedro má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner