Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 26. júlí 2019 10:40
Arnar Daði Arnarsson
Guðbjörg Gunnars gengur með tvíbura - Spilar ekki í óákveðinn tíma
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska kvennalandsliðsins og Djurgarden í Svíþjóð er ólétt og gengur með tvíbura. Þetta tilkynnti hún á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Ljóst er að Guðbjörg leikur því ekki knattspyrnu um óákveðin tíma eins og hún orðnar það í tilkynningunni.

„Ég er ótrúlega glöð að geta sagt frá því að ég er ófrísk. Í byrjun næsta árs verðum við vonandi orðnar foreldrar tvíbura. Vegna þessa mun ég ekki spila knattspyrnu í óákveðin tíma," skrifar Guðbjörg á samfélagsmiðla sína.

Hún á að baki 64 leiki með íslenska landsliðinu en hún lék síðasta landsleik gegn Finnlandi í Finnlandi, 17. júní en þar áður hafði hún verið að glíma við meiðsli.

Þetta er mikið áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið sem hefur leik í undankeppni fyrir EM 2021 í ágúst. Þar mætir liðið Ungverjalandi á Laugardalsvelli 29. ágúst og síðan Slóvakíu á sama velli, 2. september.

Guðbjörg sem er 34 ára hefur spilað með Djurgården frá 2016



Athugasemdir
banner
banner