Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 16. ágúst 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nikola Djuric í liði Midtjylland sem vann PSG og Tottenham
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Nikola Dejan Djuric er uppalinn hjá Breiðablik en var fenginn yfir til Midtjylland síðasta desember. Þar leikur hann með U19 liðinu.

Hann var partur af hópnum sem vann gríðarlega sterkt U19 ára mót í Oberndorf, Þýskalandi.

Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Midtjylland 2-0 gegn PSG, 1-0 gegn RB Leipzig og 2-1 gegn Schalke auk þess að gera markalaust jafntefli við Tottenham.

Í úrslitaleiknum var spilað gegn Tottenham og aftur var markalaust, en Midtjylland vann vítaspyrnukeppnina.

Djuric er fæddur 2001 og á fjóra leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner