Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 16. ágúst 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Edda Sif spáir í 17. umferðina í Pepsi Max
Edda Sif Pálsdóttir.
Edda Sif Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda spáir FH sigri gegn Fylki.
Edda spáir FH sigri gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur skellir toppliði KR samkvæmt spá Eddu.
Víkingur skellir toppliði KR samkvæmt spá Eddu.
Mynd: Eyþór Árnason
Ásgeir Þór Ingólfsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni.

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, spáir í 17. umferðina sem fer fram á sunnu og mánudag.



ÍBV 1 - 0 KA (16:00 á sunnudag)
Af því að það má alltaf vona. Svo er Gary Martin búin að lofa mér að „tough times don’t last“ og ég veit að hann skorar í þessum leik. Ég ligg allavega á bæn og er búin að gera alla vikuna. Og sumarið ef út í það er farið.

Grindavík 1 - 2 HK (17:00 á sunnudag)
Það er smá jafnteflislykt af þessum leik en varla hægt að gera annað en spá HK sigri. Ætli eyjamaðurinn Bjarni Gunnarsson skori ekki eins og í síðustu tveimur leikjum, hann er í einhverjum gír.

FH 3 - 1 Fylkir (18:00 á sunnudag)
Það er mikill völlur á FH-ingum núna sem eru búnir að vinna tvo leiki í deildinni í röð og komnir í bikarúrslit. Steven Lennon skorar allavega tvö.

Stjarnan 2 - 0 ÍA (19:15 á sunnudag)
Stjarnan vinnur örugglega á heimavelli í leik sem ég held að verði engin sérstök skemmtun.

KR 1 - 2 Víkingur R. (18:00 á mánudag)
Það er eitthvað í mér sem langar að spá Víkingum sigri í þessum leik. Það hefur aðeins hrikt í stoðum KR upp á síðkastið en Arnar Gunnlaugs og félagar eru komnir í bikarúrslit og trúa að þeir geti allt. Guðmundur Andri skorar líklega á móti uppeldisfélaginu.

Breiðablik 2 - 3 Valur (19:15 á mánudag)
Blikarnir eru enn pirraðir eftir tapleikinn í bikarnum á móti Víkingi og það verða líka læti í þessum leik. Valur skorar sigurmarkið seint í leiknum.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (4 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner