Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 17:58
Arnar Laufdal Arnarsson
Nikola Djuric á leið í Breiðablik
Nikola er að koma frá Midtjylland í Danmörku
Nikola er að koma frá Midtjylland í Danmörku
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Hinn 18 ára gamli Nikola Dejan Djuric er á leiðinni heim frá Danmörku til að skrifa undir hjá Breiðablik, þetta kemur frá áreiðanlegum heimildum Fotbolti.net.

Nikola byrjaði sinn feril hjá Hvöt á Blönduósi en færði sig yfir í Breiðablik þegar hann var 11 ára. Nikola fór svo með yngri bróður sínum Daniel Dejan Djuric til Midtjylland í lok árs 2018 og fór svo á lán til Viborg í Danmörku í sumar en er að snúa aftur til Íslands eftir að hafa rift samning sínum við Midtjylland.

Nikola á 4 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, 3 fyrir U-16 ára og 1 leik fyrir U-17 ára.

Spennandi að sjá hvort Nikola verði hluti af plönum nýraðins þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner