Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 29. júlí 2009 23:25
Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll í FH - Matthías Guðmundsson í Val (Staðfest)
Ólafur Páll er kominn í FH að nýju.
Ólafur Páll er kominn í FH að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Matthías er kominn í Val að nýju.
Matthías er kominn í Val að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
FH og Valur hafa komist að samkomulagi um að skipta á leikmönnum og þannig fer Ólafur Páll Snorrason aftur í FH frá Val en Matthías Guðmundsson fer í hina áttina, í Val frá FH.

Þetta staðfesti Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH við Fótbolta.net en hann sagði Ólafur Páll fái leikheimild á morgun og verði löglegur í leikinn gegn Keflavík í 8 liða úrslitum VISA-bikarsins á morgun.

Báðir eru þeir að snúa aftur til sinna fyrri félaga því Matthías er uppalinn í Val og Ólafur Páll lék í þrjú ár með FH.

Ólafur Páll Snorrason er 27 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með Stjörnunni, Fylki, FH, Fjölni og Val.

Hann lék síðast með FH sumarið 2007 er hann lék tvo leiki með liðinu í deildinni en var svo lánaður til Fjölnis þar sem hann var út tímabilið.

Að því loknu gekk hann svo í raðir Fjölnis þar sem hann skoraði 6 mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð.

Hann fór svo til Vals í vetur og var búinn að skora þrjú mörk í 12 leikjum þegar Atli Eðvaldsson þjálfari liðsins tilkynnti honum að hann væri ekki í sínum plönum og nú er hann genginn í raðir FH.

Matthías Guðmundsson verður 29 ára á laugardaginn. Hann hóf feril sinn hjá Val og er því að snúa aftur á heimaslóðir.

Hann lék með Val út tímabilið 2006 þegar hann ákvað að söðla um og samdi við FH þá um haustið.

Þar hefur hann leikið síðan og átt fast sæti í liðinu allt þar til í sumar þegar hann hefur mikið vermt varamannabekkinn.

Hann lék í heildina 48 deildarleiki fyrir FH, síðast gegn Breiðablik á sunnudagskvöldið er hann var í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner