Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júlí 2009 07:28
Magnús Már Einarsson
Ólafur Páll: Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val
,,Ég er mjög ánægður með það traust sem FH er að gefa mér í dag og þá sérstaklega þjálfarinn með því að gefa mér aftur tækifæri til að spila með stórveldinu í Hafnarfirði.
,,Ég er mjög ánægður með það traust sem FH er að gefa mér í dag og þá sérstaklega þjálfarinn með því að gefa mér aftur tækifæri til að spila með stórveldinu í Hafnarfirði."
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
,,Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val og vil helst gleyma þessum tíma fyrst að þetta fór svona.  Ég er kominn aftur í FH núna og hlakkar til að fara af stað þar.
,,Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val og vil helst gleyma þessum tíma fyrst að þetta fór svona. Ég er kominn aftur í FH núna og hlakkar til að fara af stað þar."
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
,,Ég er heldur betur sáttur. Ég er mjög ánægður með það traust sem FH er að gefa mér í dag og þá sérstaklega þjálfarinn með því að gefa mér aftur tækifæri til að spila með stórveldinu í Hafnarfirði," sagði Ólafur Páll Snorrason við Fótbolta.net seint í gærkvöldi eftir að hann gekk í raðir FH í skiptum fyrir Matthías Guðmundsson.

Ólafur Páll lék á sínum tíma með FH en hann yfirgaf félagið eftir sumarið 2007. Hann er nú kominn aftur í Hafnarfjörðinn.

,,Ég held að það líði öllum vel þegar að þeir spila með FH og mér leið mjög vel hjá liðinu á sínum tíma," sagði Ólafur Páll sem gekk í raðir Vals síðastliðið haust eftir dvöl hjá Fjölni.

,,Ég er búinn að setja punkt fyrir aftan Val og vil helst gleyma þessum tíma fyrst að þetta fór svona. Ég er kominn aftur í FH núna og hlakkar til að fara af stað þar."

Nokkur félög sýndu Ólafi Páli áhuga eftir að ljóst var að hann væri á förum frá Val en hann vill lítið tjá sig um aðdragandann að brotthvarfinu frá Hlíðarenda.

,,Ég vil ekki ræða það mikið af hverju þetta kemur upp af því að það fara tvennar sögur af því. Á sínum tíma var það ekki í mínum plönum að fara úr Val en þetta er staðan núna þannig að það er hægt að geta í eyðurnar af hverju maður fer. Ég er mjög ánægður með að þetta hafi endað svona og ég get ekki verið sáttari en ég er í dag með að vera kominn aftur í FH."

FH-ingar hafa á mjög öflugum leikmannahópi að skipa en Ólafur Páll hræðist ekki samkeppnina.

,,Ég stend mig oftast best í samkeppni og ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að ég labba ekkert inn í liðið og það getir það enginn eins og hefur sannast þegar að stórstjörnur Tryggvi (Guðmundsson) hefur þurft að sitja á bekknum."

,,Maður gæti trúað því að ég sitji á bekknum einhverja leiki til að byrja með allavegana en aðalatriðið er að ég er mjög ánægður með að vera kominn í FH."


FH mætir Keflavík í VISA-bikarnum í kvöld og Ólafur Páll verður í leikmannahópnum þar.

,,Ég verð með í hópnum á morgun (í dag) en hversu mikið ég tek þátt veit ég ekki, það er undir þjálfaranum undir komið," sagði Ólafur Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner