Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. febrúar 2020 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bristol Rovers krækti í Timmy Abraham
Tammy Abraham er kominn með 13 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu.
Tammy Abraham er kominn með 13 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Bristol Rovers er búið að tryggja sér þjónustu Timmy Abraham, yngri bróður Tammy.

Timmy, sem er 19 ára gamall, kemur á lánssamningi frá Fulham út tímabilið.

Timmy reynir þannig að feta í fótspor eldri bróðurs sins sem sprakk fyrst út á láni í Bristol. Tammy lék þó ekki fyrir Rovers, heldur Bristol City þar sem hann raðaði inn mörkunum.

Rovers leikur í ensku C-deildinni og er Timmy fenginn til að auka möguleika í sóknarleiknum. Timmy er búinn að gera tvö mörk í níu leikjum í varaliðadeildinni á tímabilinu, auk þess að skora tvö mörk í tveimur leikjum í ensku bikarkeppninni EFL Trophy.

Til gamans má geta að eiginnafn Timmy Abraham er Jason. Bróðir hans, Tammy, heitir Kevin.
Athugasemdir
banner
banner