Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Marokkó fór illa að ráði sínu - Mbappe í Hakimi-treyju í stúkunni
Brahim Díaz skoraði
Brahim Díaz skoraði
Mynd: EPA
Marokkó 1 - 1 Malí
1-0 Brahim Diaz ('45, víti )
1-1 Lassine Sinayoko ('64, víti )

Gestgjafarnir í Marokkó fóru illa að ráði sínu eru þeir gerðu 1-1 jafntefli við Malí í 2. umferð í A-riðli Afríkukeppninnar í Rabat í kvöld.

Zinedine Zidane mætti á leik hjá Alsír á dögunum til að horfa á son sinn spila og mætti annar Frakki í kvöld til að horfa á Marokkó spila, en það var sjálfur Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid.

Hann var þarna til að horfa á góðan vin sinn og fyrrum liðsfélaga, Achraf Hakimi, spila en Mbappe var klæddur treyjunni hans í stúkunni. Það var hins vegar núverandi liðsfélagi Mbappe sem kom Marokkó yfir.

Það var Brahim Díaz sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks, en Malí svaraði á 64. mínútu er Jawad El Yamiq var dæmdur brotlegur í teignum.

Lassine Sinayoko steig á punktinn og jafnaði metin fyrir Malí.

Heimamenn fengu mörg færin til þess að skora fleiri mörk í leiknum en heppnin var ekki með þeim í kvöld.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli og mistókst Marokkó því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Heimamenn fá tækifæri til þess á mánudag þegar þeir spila við Sambíu.

Marokkó er áfram á toppnum með 4 stig en Malí í öðru sæti með 2 stig. Malí mætir Kómóreyjum í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner