Portúgalski sóknarmaðurinn Goncalo Ramos er á lista yfir leikmenn sem Liverpool hefur áhuga á að fá í janúarglugganum en það er CaughtOffside sem segir frá þessu.
Englandsmeistararnir gætu þurft að bregðast við slæmum meiðslum sænska framherjans Alexanders Isak sem verður frá næstu mánuði vegna ökklabrots.
CaughtOffside segir að Liverpool sé að íhuga að fá Goncalo Ramos, framherja PSG, á láni út tímabilið.
Ramos er 24 ára gamall og í aukahlutverki hjá PSG, en þrátt fyrir það hefur hann skorað 10 mörk í 28 leikjum. Mínútufjöldinn er þó aðeins rúmar 1100 mínútur.
Hann eins og margir aðrir leikmenn vilja sem flestar mínútur til að eiga ekki í hættu á að missa af landsliðssæti fyrir HM næsta sumar og gæti hann því verið viljugur til þess að fara á láni.
Liverpool hefur einnig verið orðað við liðsfélaga hans, Bradley Barcola, en það yrðu töluvert dýrari skipti fyrir Liverpool. Barcola myndi kosta að minnsta kosti 70-80 milljónir punda.
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir Liverpool ekki beint þurfa annan sóknarmann, enda sé hann með Federico Chiesa, sem getur leyst allar sóknarstöðurnar.
Athugasemdir



