Mörgum finnst janúar ekki skemmtilegur mánuður en hann var sérstaklega slæmur fyrir stuðningsmenn Everton. Liðið er í fallsæti í deildinni, Frank Lampard var rekinn og leikmannahópurinn stendur eftir veikari að loknum janúarglugganum.
Everton tókst ekki að landa neinum leikmanni í janúarglugganum þrátt fyrir ýmsar tilraunir undir lok gluggans. Enginn leikmaður virtist hafa áhuga á að koma.
Everton tókst ekki að landa neinum leikmanni í janúarglugganum þrátt fyrir ýmsar tilraunir undir lok gluggans. Enginn leikmaður virtist hafa áhuga á að koma.
Stuðningsmenn Everton vöknuðu svo upp við vondan draum í morgun þegar febrúar gekk í garð. Fyrirsæta febrúarmánaðar á dagatali félagsins er nefnilega Anthony Gordon.
Á myndinni sést hann skælbrosandi. Gordon fékk stuðningsmenn upp á móti sér og yfirgaf félagið svo og gekk í raðir Newcastle.

Athugasemdir