Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   lau 01. febrúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Finnur Orri leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson tilkynnti í gær að hann hafi lagt skóna á hilluna eftir 17 ár í efstu deild.

Finnur Orri er 33 ára gamall en hann er uppalinn í Breiðabliki. Hann lék sinn fyrsta leik árið 2008 en hann lék alls 439 leiki og skoraði tíu mörk.

Hann lék einnig með KR og FH á ferlinum. Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2010 en hann varð bikarmeistari árið áður, þá varð hann Íslandsmeistari með KR árið 2019. Hann lauk ferlinum í Hafnarfirðinum en hann lék þar frá 2022.

„Eftir 17 ár í efstu deild er komið að lokum á fótboltaferlinum. Góðir hluti taka líka enda. Fótboltinn hefur gefið mér ómetanlegar minningar, vináttu og reynslu sem ég mun alltaf bera með mér." Skrifaði Finnur Orri á Instagram.

„Þakkir til allra liðsfélaga, þjálfara og stuðningsmanna sem hafa gert hvert einasta tímabil einstakt ???? Yndislega konan mín, Indíana, hefur farið með mér í gegnum þetta ferðalag og gert það margfalt betra??"




Athugasemdir
banner
banner
banner