Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 22:04
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Stjörnunnar í sóttkví - Missir af leikjum
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kóróna veiran hefur haft áhrif á fótboltann erlendis undanfarnar vikur og nú er hún einnig farin að snerta fótboltann á Íslandi.

Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið sendur í sóttkví næstu tvær vikurnar.

Þorsteinn var í vinnu sinni á fundi með manninum sem greindist fyrstur með kóróna veiruna á Íslandi. Þorsteinn hefur því verið sendur í sóttkví líkt og annað fólk sem hefur átt samskiptum við manninn undanfarna daga.

Ekkert bendir þó til þess að Þorsteinn sé sjálfur með kóróna veiruna en hann er einn af 300 aðilum á Íslandi sem eru í sóttkví þessa dagana.

Þetta þýðir að Þorsteinn missir af leik Stjörnunnar og Vals í Lengjubikarnum á miðvikudaginn sem og af leiknum gegn Víkingi Ólafsvík næstkomandi laugardag.

Þá mun hann þurfa að æfa einn næstu tvær vikurnar en hann má ekki æfa með liðsfélögum sínum.

KSÍ beindi þeim tilmælum til félaga fyrir helgi að leikmenn heilsist ekki fyrir leiki á Íslandi þangað til önnur fyrirmæli verða gefin út. Þetta er gert til að koma í veg fyrir smithættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner