Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. mars 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richarlison frá næstu vikurnar - „Tímabilið hans í hnotskurn"
Mynd: EPA

Richarlison verður frá næstu 2-3 vikur vegna meiðsla en þetta staðfesti Ange Postecoglou á fréttamannafundi í dag.


Hann meiddist á hné í 2-1 tapi Tottenham gegn Wolves þann 17. febrúar og mun því ekki spila í næstu leikjum liðsins en Tottenham fær Crystal Palace í heimsókn á morgun.

„Hann hefur verið frábær um mitt tímabil fyrir okkur og hefur lagt mikið af mörkum en þetta er tímabilið hans í hnotskurn en við verðum að bæta upp fyrir það að hann verði ekki til taks," sagði Postecoglou.

Postecoglou sagði að Destiny Udogie gæti líklega spilað á morgun en Pedro Porro þurfi líklega viku í viðbót að jafna sig af meiðslum.


Athugasemdir
banner
banner