Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mikill hiti í úrslitaleiknum - „Eigum ekki að þurfa umbera þessa árásarhneigð karla“
Emma Hayes hafði engan áhuga á að ræða við Eidevall
Emma Hayes hafði engan áhuga á að ræða við Eidevall
Mynd: Getty Images
Erin Cuthbert gekk upp að Eidevall og lét hann heyra það
Erin Cuthbert gekk upp að Eidevall og lét hann heyra það
Mynd: Getty Images
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, gagnrýndi sænska þjálfarann Jonas Eidevall fyrir framferði hans í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær en hún segir að kvennafótboltinn eigi ekki að þurfa umbera árásarhneigð karla.

Hayes lenti í orðaskaki við Eidevall á meðan leik stóð og eftir leikinn, sem er auðvitað eðlilegt miðað hvað var undir í leiknum.

Undir lok framlengingar fékk Chelsea innkast sem Erin Cuthbert, leikmaður Chelsea, var að undirbúa sig að taka, en þá fór Eidevall úr boðvanginum og fór að hrópa.

Cuthbert lét ekki bjóða sér það, gekk í áttina að Eidevall og lét þar einhver orð falla.

Hayes var ekki ánægð með framferði Eidevall og segir hann hafa sýnt af sér árásarhneigð.

„Það eru leiðir til að haga sér á hliðarlínunni og ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Ég hef verið í kvennafótbolta í langan tíma og mér finnst að við eigum ekki að umbera árásarhneigð karla eins og við gerðum í dag. Það að arka svona upp að leikmanni er eitthvað sem er óásættanlegt. Ég hef aldrei á tólf ára ferli mínum farið í bók dómarans, en mín skoðun er sú að maður verður að haga sér á hliðarlínunni. Hann fékk að líta gula spjaldið en það hefði kannski átt að vera þyngri refsing,“ sagði Hayes.

„Aðrir þurfa að líta í spegil“

Fyrir leikinn var ákveðið að notast aðeins við einn bolta við framkvæmd leiksins en ekki marga. Hann sá Cuthbert taka upp annan bolta á hliðarlínunni og lét því í sér heyra.

„Fyrir leikinn áttum við samræður milli félaga um hvort það ætti að nota einn bolta eða marga. Í þessari stöðu sagðist Arsenal vilja nota marga en Chelsea vildi bara nota einn. Ákvörðunin var að notast aðeins við einn bolta.“

„Boltinn fer úr leik og leikmaður Chelsea vill nýjan bolta til að taka innkastið hratt og þá sagði ég að við værum bara að spila með einn bolta og að Chelsea hefði ákveðið það. Augljóslega skapar það alls konar tilfinningar á vellinum. Ég get ekki séð að ég hafi gert eitthvað eða hafi snert einhvern, hvorki leikmann né þjálfara og ef ég á að vera hreinskilinn þá get ég ekki tekið þessum ummælum alvarlega.“

„Maður á klárlega að haga sér á ákveðin hátt í boðvanginum en það á líka við um eftir leikinn. Það er hægt kunna að vinna og þá þarf maður líka að kunna að tapa og vera ábyrgur við báðar aðstæður. Ég er ánægður með hvernig ég bar mig en aðrir þurfa að líta aðeins í spegil og sjá hvort þeir aðilar séu ánægðir með sig,“
sagði Eidevall og skaut þar aðeins á Hayes.

"I think there is definitely a way you behave in the technical area, there is also a way you behave after the game, being a good winner, but you also need to be a good loser and be responsible in both those situations. I’m happy with the way I conduct myself and others need to look in the mirror and see if they’re happy with themselves."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner