
„Ég er sáttur og glaður," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum í kvöld.
„Mér fannst við aðeins lengi af stað. Mér fannst við taka yfir í fyrri hálfleik þar til við þurftum að gera skiptingu vegna meiðsla, það voru þungar tíu mínútur fyrir okkur."
„Mér fannst við aðeins lengi af stað. Mér fannst við taka yfir í fyrri hálfleik þar til við þurftum að gera skiptingu vegna meiðsla, það voru þungar tíu mínútur fyrir okkur."
Lestu um leikinn: Völsungur 4 - 2 Dalvík/Reynir
„Við byrjum seinni hálfleikinn vel og skorum. Í grunninn gerðum við hrikalega vel, á boltann sérstaklega. Skorum góð mörk og komum okkur í góðar stöður. Verðskulduðum þennan sigur," sagði Alli.
Liðið heimsækir Tindastól í næstu umferð.
„Ég hlakka til. Mikilvægt fyrir okkur að fá leiki á þessum tímapunkti," sagði Alli.
Athugasemdir