
„Góður sigur eftir smá sjokk byrjun, Afturelding kom okkur kannski ekki á óvart en þeir skoruðu eftir nokkrar sekúndur, mjög flott mark og vel klárað hjá þeim. Settu okkur aðeins á afturlappirnar en það tók okkur ekki langan tíma að jafna, setjum strax pressu á þá eins og við ætluðum að gera en þurfum að byrja á að jafna og koma okkur svo yfir til að koma okkur í þægilega stöðu inn í hálfleikinn.'' Sagði Rúnar aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 7 KR
„Við prófuðum hann (Bjerregaard) aðeins úti á kantinum í dag og vildum fá hann til að koma inn í teiginn og skora mörk, en hann skoraði ekki fyrr en hann var kominn í senterinn í síðari hálfleik en spilaði tveggja sentera kerfi í dag meðan hann var bara einn frammi í síðasta leik.Við erum að reyna að púsla þessu ennþá saman og sjá hvar menn passa best inn.'' Sagði Rúnar aðspurður um hvar hann sjái Andre Bjerregaard fyrir sér spila.
„Fyrstu 20 mínútur áttu þeir ágætis upphlaup og pressuðu ágætlega á okkur en við vorum meira með boltann og náum að skapa fullt af færum, náum svo að jafna og koma okkur í þægilega stöðu fyrir hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum þennan fyrsta hálftíma og komast sómasamlega í gegnum það og við gerðum það þrátt fyrir það að fá þarna mikið högg í byrjun. Afturelding á heiður skilið fyrir góðan leik, mjög skipulagt lið, gott fótboltalið og leit mjög vel út á móti okkur þó tölurnar hafi verið svona.'' Sagði Rúnar að lokum.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir