Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 01. maí 2021 22:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Matti Villa: Hef sjaldan verið með svona fiðring fyrir leik
Matthias Vilhjálmsson leikmaður FH
Matthias Vilhjálmsson leikmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti Fylkismenn á Wurth völlinn í Árbæ þegar fyrsta umferð Pepsi Max-deildar karla hélt áfram í kvöld.

Það var FH sem sótti öll stigin í kvöld en þeir sigruðu Fylkismenn 0-2 með mörkum frá Steven Lennon og Matthías Vilhjálmssyni.

„Fyrstu viðbrögð eru fagmanlega gert hjá okkur. Höldum hreinu, langt síðan við höfum gert það. Spiluðum frábæran varnarleik, vítið virkilega gott og annað markið var geggjað spil og frábær sending frá Þórir og við erum bara mjög sáttir," sagði Matthías, fyrirliði FH-inga, í þessum leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 FH

Matthías var að spila sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í 10 ár og er strax kominn á blað.

„ Ég verð bara að viðurkenna að ég hef sjaldan verið með svona fiðring fyrir leik, koma heim og langt síðan síðast þannig bara geggjuð tilfinning og gott að koma heim í mitt lið og spila með vinum mínum þannig ég er bara hæstánægður."

Aðspurður um mun á deildinni núna og fyrir 10 árum hafði Matti þetta að segja:

„Nú hef ég ekki spilað við öll þessi lið en eftir því sem ég hef fylgst með og séð svona í pre-season að þá finnst mér miklu fleiri frambærilegri lið og mér finnst vera ótrúlegur stígandi í þessu og mörg lið sem geta keppt þarna uppi. Allir leikir í þessari deild eru bara harka. Mér finnst við vera á réttri leið þó við getum bætt ýmislegt bæði leikmenn og umgjörð og allt þannig svo við þurfum bara allir íslenskir fótboltaáhugamenn og þeir sem standa í kringum þetta að hjálpast að við að bæta íslenskan fótbolta."

Aðspurður um hvort það hafi alltaf bara verið FH sem kom til greina þegar hann snéri heim sagðist hann ekki hafa verið í vafa.

„ Ég lýg því ekki að það hefur alveg verið í gegnum árin oft verið haft samband og spurt hvort ég sé á leiðinni heim og svoleiðis en þegar ég hugsa þetta betur og betur að þá kom ekkert annað til greina. FH hefur gefið mér ótrúlega margt í gegnum ferilinn og þeir hjálpuðu mér að komst út og án þeirra hefði ég aldrei komist í mennskuna svo þegar ég hugsa tilbaka að þá kom ekkert annað til greina."

Nánar er rætt við Matthías Vilhjálmsson í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner