Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
   fim 01. júní 2023 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Fengu innblástur frá handboltaliðinu - „Ekkert annað í boði en að stíga upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tapaði fimm leikjum í röð áður en það vann í dag
ÍBV tapaði fimm leikjum í röð áður en það vann í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var létt eftir 3-0 sigur liðsins á HK í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 HK

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á HK. Liðið skoraði þrjú góð mörk og voru líklegir til að bæta við fleiri mörkum.

Þetta hefur verið svolítið erfitt síðustu vikur. Liðið hafði tapað fimm deildarleikjum í röð og búið að stilla því upp við vegg í botnsæti deildarinnar.

Hermann var hæstánægður með frammistöðuna.

„Engin spurning. Þetta hefur verið aðeins stöngin út síðustu tveir leikir og hefðu getað farið alla vega og engin spurning með það en þetta var frábær leikur í dag í 90 mínútur. Virkilega flott frammistaða og sköpuðum okkur urmul af færum. Sýnir karakterinn í klefanum því það er ekkert létt að tapa fimm leikjum og það er pressa og komnir á botninn en sýndi bara úr hverju menn eru gerðir og það eru bara alvöru menn þarna inn í klefanum,“ sagði Hermann við Tryggva Guðmundsson, fréttaritara Fótbolta.net, í dag.

Hermann segir að liðið hafi sótt innblástur í karlaliðið í handboltanum en það varð Íslandsmeistari í gær eftir að hafa unnið Hauka í oddaleik í Vestmannaeyjum.

„Þú hefur spilað nógu lengi til að átta þig á því að þú spilar bara eins vel og andstæðingurinn leyfir. Við leyfðum þeim ekkert að komast í neinn takt og áttum þá alls staðar á vellinum. Grimmdin, ákefðin og hungrið, vorum bara hungraðir í sigur. Frá fyrstu mínútu þá sá maður að menn ætluðu sér eitthvað og ætla að nýta mómentið og óska handboltaliðinu með sigurinn í gær. Það var aðeins búið að afskrifa þá og það var Eyjahjartað í þeim frá fyrstu mínútu í úrslitaleiknum þar og við notuðum það sem 'inspiration' að þegar búið er að ýta okkur upp við vegg og afskrifa okkur þá er ekkert annað í boði en að stíga upp og við gerðum það svo sannarlega.“

Handboltaliðið sýndi lærisveinum Hermanns stuðning í dag og mættu á leikinn ásamt því að bjóða upp á flugeldasýningu.

„Þeir voru með flugeldasýningu fyrir okkur í gær og í kvöld, vonandi gáfum við eitthvað til baka í dag. Þetta var frábær leikur.“

„Þarft karakter í þetta og sýndum sjálfum okkur og öðrum hvað við erum færir um. Í alla staði vorum við sterkari.“


Næsti leikur Eyjamanna er gegn KR og spurði því Tryggvi hvort allir Eyjamenn hötuðu ekki KR en Hermann var með svar við því.

„Jú er það ekki? Þú varst nú í KR, það er aðallega útaf því er það ekki?“ sagði Hermann kíminn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner