Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fim 01. júní 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harder og Eriksson til Bayern (Staðfest) - Tvær af þeim bestu
Magdalena Eriksson og Pernille Harder.
Magdalena Eriksson og Pernille Harder.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta eitt verst geymda leyndarmálið í fótboltanum; Pernille Harder og Magdalena Eriksson eru orðnar leikmenn Bayern München í Þýskalandi.

Þýska félagið staðfesti þessi tíðindi í morgunsárið.

Harder er þrítug dönsk landsliðskona og er af mörgum talin besta fótboltakona í heiminum. Eriksson er 29 ára og spilar í vörn sænska landsliðsins.

Þær hafa verið í sambandi frá árinu 2014 og hafa leikið saman hjá Chelsea á Englandi frá 2020, en hefja núna nýjan kafla með Bayern.

Eriksson mun spila við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í hjarta varnarinnar hjá Bayern, ef Glódís verður áfram en hún hefur verið orðuð við Arsenal á Englandi. Glódís er ekki eina íslenska landsliðskonan sem er á mála hjá Bayern því þar eru líka Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Bayern varð þýskur meistari á nýafstöðnu tímabili og ætlar sér greinilega að vinna enn fleiri titla á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner