 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist lítillega þegar Ísland vann 1-3 sigur gegn Póllandi á dögunum.
                
                
                                    Sveindís, sem verður í lykilhlutverki á EM í sumar, sagði meiðslin ekki alvarleg þegar hún ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn. Íslenska þjóðin þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.
„Ég lenti bara á einhverjum vegg sko. Hún keyrði bara í mig og ég var ekki að búast við því. Ég missti andann. Það tók smá tíma fyrir mig að hrista það af mér, en svo var ég bara góð í seinni,” sagði Sveindís.
„Ég missti bara andann í smá, það er ekkert meira en það.”
Íslenska liðið mun næstu daga dvelja í Þýskalandi í æfingabúðum og svo er fyrsti leikur á EM gegn Belgíu 10. júlí.
Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                