Fluminense vann 2-0 sigur á Inter í 16-liða úrslitum HM félagsliða í gær. Í mark brasilíska liðsins stóð elsti leikmaður mótsins.
Fabio er 44 ára og á 1.378 leiki að baki á ferlinum en hann lék sinn fyrsta leik 1997. Hann átti virkilega góðan leik gegn Inter og tók mikilvægar markvörslur.
Fabio er 44 ára og á 1.378 leiki að baki á ferlinum en hann lék sinn fyrsta leik 1997. Hann átti virkilega góðan leik gegn Inter og tók mikilvægar markvörslur.
Hann á met yfir það að halda marki sínu hreinu í flestum leikjum, 508 sinnum, og sló met Gianluigi Buffon á dögunum.
Nú er hann með augun á öðru meti; spila flesta leiki í heimsfótboltanum. Samkvæmt heimsmetabók Guinness á Peter Shilton, fyrrum markvörður enska landsliðsins, núverandi met með 1.390 leiki.
Þess má geta að Cristiano Ronaldo, sem er 40 ára og er enn að fyrir land og lið, er með 1.281 aðalliðsleik á ferlinum.
Athugasemdir