City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   þri 01. júlí 2025 16:50
Elvar Geir Magnússon
Anton Logi ekki með í Mosó - Breiðablik og ÍBV fá sektir vegna blysa
Anton Logi og Höskuldur verða í banni í Mosó.
Anton Logi og Höskuldur verða í banni í Mosó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í dag og fengu nokkrir leikmenn í Bestu deildinni leikbann vegna uppsafnaðra áminninga og missa af næstu umferð.

Anton Logi Lúðvíksson leikmaður Breiðabliks verður í banni gegn sínu fyrrum félagi, Aftureldingu, en liðin eigast við í Mosfellsbænum á fimmtudag. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika afplánar þá seinni leik sinn í tveggja leikja banni.

Birgir Baldvinsson og Jóan Símun Edmundsson, leikmenn KA, verða í banni þegar Akureyrarliðið heimsækir KR á sunnudag.

Tveir leikmenn verða þá í banni þegar FH og Stjarnan mætast á mánudag; Baldur Kári Helgason í FH og Örvar Eggertsson í Stjörnunni.

Á fundi aganefndar fengu ÍBV og Breiðablik 200 þúsund króna sekt hvort félag vegna blysa stuðningsmanna. Eyjamenn voru með blys í leik gegn ÍA og stuðningsmenn Blika í leik gegn Víkingi.

fimmtudagur 3. júlí
19:15 Afturelding-Breiðablik (Malbikstöðin að Varmá)

laugardagur 5. júlí
14:00 Vestri-Valur (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Fram (ELKEM völlurinn)
16:00 ÍBV-Víkingur R. (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 6. júlí
16:00 KR-KA (AVIS völlurinn)

mánudagur 7. júlí
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner
banner