City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 01. júlí 2025 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Mér líður frábærlega með þetta. Mér þykir mikil reisn þegar menn sem eru uppaldir hjá félagi, eiga farsælan atvinnu- og landsliðsferil snúi heim í heimahagana og gefi síðustu dropana og karakterinn til ungu kynslóðarinnar. Við fögnum því í dag," segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, við Fótbolti.net eftir að Jón Daði Böðvarsson

„Heimataugin er sterk og hjartað leiddi hann greinilega hingað, og það er fagnaðarefni fyrir okkar. Ég var ekki stressaður, ef hann hefði tekið einhverja ákvörðun, þá hefði hún bara staðið, en þetta er frábært fyrir okkur."

„Hann er einn úr þessari gullkynslóð hér á Selfossi sem var fyrir 12-15 árum, hans hlutverk verður miklu meira á Selfossi en að spila fótbolta með meistaraflokki. Hann á eftir að gefa ungum efnilegum fótboltastrákum og stelpum mikið af sér ef ég þekki hann rétt."

„Ég geri þær væntingar að hann hjálpi okkur í þeirri erfiðu baráttu sem við erum í núna og lyfti liðinu á hærra plan, geri aðra leikmenn í kringum sig betri, því þetta er frábær fyrirmynd."

„Mér líður náttúrulega ekkert rosalega vel með stöðuna (erum í fallsæti) en þetta léttir klárlerga á,"
segir þjálfarinn.
Athugasemdir
banner