
„Mér líður frábærlega með þetta. Mér þykir mikil reisn þegar menn sem eru uppaldir hjá félagi, eiga farsælan atvinnu- og landsliðsferil snúi heim í heimahagana og gefi síðustu dropana og karakterinn til ungu kynslóðarinnar. Við fögnum því í dag," segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, við Fótbolti.net eftir að Jón Daði Böðvarsson
„Heimataugin er sterk og hjartað leiddi hann greinilega hingað, og það er fagnaðarefni fyrir okkar. Ég var ekki stressaður, ef hann hefði tekið einhverja ákvörðun, þá hefði hún bara staðið, en þetta er frábært fyrir okkur."
„Hann er einn úr þessari gullkynslóð hér á Selfossi sem var fyrir 12-15 árum, hans hlutverk verður miklu meira á Selfossi en að spila fótbolta með meistaraflokki. Hann á eftir að gefa ungum efnilegum fótboltastrákum og stelpum mikið af sér ef ég þekki hann rétt."
„Ég geri þær væntingar að hann hjálpi okkur í þeirri erfiðu baráttu sem við erum í núna og lyfti liðinu á hærra plan, geri aðra leikmenn í kringum sig betri, því þetta er frábær fyrirmynd."
„Mér líður náttúrulega ekkert rosalega vel með stöðuna (erum í fallsæti) en þetta léttir klárlerga á," segir þjálfarinn.
Athugasemdir