Leeds hefur keypt varnarmanninn Sebastiaan Bornauw frá Wolfsburg fyrir 5,1 milljón punda. Þessi 26 ára leikmaður er þriðji leikmaðurinn sem Leeds fær eftir að hafa komist upp í ensku úrvalsdeildina en áður hafði félagið sótt Lukas Nmecha og Jaka Bijol.
Fyrr í dag hafði Leeds staðfest að vinstri bakvörðurinn Junior Firpo væri farinn frá félaginu. Samningur hans er runninn út og hann mun semja við Real Betis.
Bornauw er belgískur landsliðsmaður sem lék áður fyrir Anderlecht og Köln. Hann lék með Wolfsburg í Meistaradeildinni. Hann er miðvörður sem spilaði fimmán leiki í Bundesligunni á síðasta tímabili og skoraði tvívegis.
Leeds hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli gegn Everton mánudaginn 18. ágúst.
Fyrr í dag hafði Leeds staðfest að vinstri bakvörðurinn Junior Firpo væri farinn frá félaginu. Samningur hans er runninn út og hann mun semja við Real Betis.
Bornauw er belgískur landsliðsmaður sem lék áður fyrir Anderlecht og Köln. Hann lék með Wolfsburg í Meistaradeildinni. Hann er miðvörður sem spilaði fimmán leiki í Bundesligunni á síðasta tímabili og skoraði tvívegis.
Leeds hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli gegn Everton mánudaginn 18. ágúst.
???? Ready to get started! pic.twitter.com/AXyRzwMizr
— Leeds United (@LUFC) July 1, 2025
Athugasemdir