Arsenal hefur staðfest kaup á spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga frá Chelsea. Samningur þessa þrítuga markvarðar á Stamford Bridge átti að renna út 2026.
Hann hefur verið síðustu tvö tímabil á láni, Real Madrid og svo hjá Bournemouth.
Hann hefur verið síðustu tvö tímabil á láni, Real Madrid og svo hjá Bournemouth.
Arsenal nýtti sér fimm milljóna punda riftunarákvæði og Kepa gerði þriggja ára samning.
Kepa er dýrasti markvörður sögunnar en hann var keyptur á 72 milljónir punda til Chelsea frá Athletic Bilbao í ágúst 2018.
„Þegar ég talaði við Mikel Arteta og Inaki Cana (markvarðaþjálfara Arsenal) fann ég löngun þeirra til að vinna. Þeir sýndu mikinn metnað, hversu mikið þeir vilja bæta liðið og fá það til að vaxa. Ég er kominn til að hjálpa," segir Kepa.
Here to raise the levels.
— Arsenal (@Arsenal) July 1, 2025
Kepa Arrizabalaga is a Gunner. pic.twitter.com/8yMhga11ZC
Athugasemdir