Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Strand Larsen hjá Úlfunum til 2029 (Staðfest)
Mynd: EPA
Úlfarnir hafa staðfest að norski sóknarleikmaðurinn Jörgen Strand Larsen hafi skrifað undir samning til ársins 2029.

Félagið nýtti sér ákvæði um að kaupa hann frá Celta Vigo fyrir 23 milljónir punda eftir góða frammistöðu hans á láni á síðasta tímabili en hann skoraði 14 úrvalsdeildarmörk.

Þegar stjörnuleikmaðurinn Matheus Cunha, sem er nú genginn í raðir Manchester United, fór í fjögurra leikja bann í mars og apríl þá steig Larsen upp í mikilvægum sigrum gegn Southampton, West Ham og Ipswich.

Spennandi verður að sjá hvort Larsen, sem er 25 ára, nái að fylgja eftir þessu góða fyrsta tímabili hjá Wolves en þar sem Cunha er farinn munu andstæðingarnir væntanlega leggja meiri áherslu á að loka á hann.


Athugasemdir