Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna fór með sína menn til Ólafsvíkur þar sem þeirra biðu Víkingar. Leikurinn fór ekki vel fyrir Norðan menn en liðið tapaði 4-1 eftir að hafa lennt 4-0 undir í leiknum. Liðið er með 9 stig á botni deildarinnar og útlitið ekki bjart.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 4 - 1 Magni
Magnamenn fóru 2-0 undir í leikhléið en þeir hefðu klárlega getað komið sér inní leikinn undir lok fyrri hálfleiksins þar sem liðið brenndi af dauðafæri og áttu þeir svo skot í slá mínútu síðar.
"Við ætluðum klárlega að reyna ná í stig hérna en það gengur illa hjá okkur á útivöllum. Við erum að fá á okkur ódýr mörk og á móti liði eins og Víking Ólafsvík þá refsa þeir okkur bara fyrir klaufaleg mistök. Það voru móment í leiknum þar sem við gátum komið okkur inní leikinn en það kom ekki og þú getur ekki farið með alla í sókn og vonast til að vinna 20-19 en við erum bara ekki að verjast nógu vel sem lið."
Útlitið er ekki það bjartasta fyrir Magna en liðið situr á botni deildarinnar með 9 stig. Í næstu umferð mætir liðið Selfossi en Selfyssingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig.
"Mér skylst að liðin sem við gætum náð hafi tapað líka í þessari umferð. Við eigum Selfoss næst og menn geta reiknað út hvaða þýðingu sá leikur hefur fyrir okkur en við getum lyft okkur uppfyrir þá með sigri en við þurfum þá að verjast betur sem lið"
Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir