Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. ágúst 2022 12:49
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Gazzetta 
Viðar Örn að semja við grískt lið
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grískir fjölmiðlar greina frá því í dag að Viðar Örn Kjartansson sé kominn þangað til lands til að ganga til við Atromitos sem leikur þar í efstu deild.


Þar kemur fram að Viðar Örn hafi komist að samkomulagi um tveggja ára samning við félagið.

Viðar Örn tilkynnti Fótbolta.net í byrjun síðasta mánaðar að hann væri hættur hjá Valerenga í Noregi og langaði í nýja áskorun.

Hann virðist nú hafa fundið þessa nýju áskorun því samkvæmt grískum miðlum hefur hann þegar skrifað undir samning til ársins 2024 sem tekur þó ekki gildi fyrr en hann hefur gengist undir læknisskoðun.

Viðar Örn hefur komið víða við á ferlinum og leikið með uppeldisfélagi sínu Selfossi, ÍBV og Fylki hér á landi. Auk þess hefur hann spilað í Ísrael, Noregi, Svíþjóð, Kína, Rússlandi og Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner