Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 08:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona fékk De Jong í stað Griezmann (Staðfest)
Luuk de Jong.
Luuk de Jong.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur gengið frá lánssamningi við hollenska sóknarmanninn Luuk de Jong.

Hann kemur frá Sevilla þar sem hann skoraði fjögur mörk í 34 leikjum í La Liga á síðustu leiktíð.

Á ferli sínum hefur De Jong leikið með De Graafschap, Twente, Borussia Mönchengladbach, Newcastle og Sevilla. Hann hefur jafnframt spilað 38 A-landsleiki með Hollandi og skorað í þeim átta mörk.

Barcelona borgar laun hins 31 árs gamla De Jong á tímabilinu og getur svo keypt hann næsta sumar.

Það eru mikil fjárhagsvandræði hjá Barcelona og því ákvað félagið að leyfa Antoine Griezmann að fara í gær. Hann gekk til liðs við Atletico Madrid í gær. Barcelona missti einnig Lionel Messi frá sér í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner