Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 01. september 2022 15:12
Elvar Geir Magnússon
Grillitsch til Ajax (Staðfest) - Alvarez fær ekki að fara
Austurríkismaðurinn Florian Grillitsch hefur samið við Hollandsmeistara Ajax. Um er að ræða eins árs samning með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

Grillitsch er 27 ára og getur spilað í vörn og á miðju en hann var hjá Hoffenheim 2017 til 2022. Hann kemur til Ajax á frjálsri sölu.

Annars er það að frétta frá Ajax að félagið hefur tilkynnt Edson Alvarez það að hann muni ekki fara neitt í dag, þrátt fyrir áhuga Chelsea.

Chelsea hefur áhuga á þessum mexíkóska miðjumanni en Ajax, sem hefur misst marga lykilmenn í sumar, vill ekki sleppa Alvarez.
Athugasemdir
banner