Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. október 2020 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deildabikarinn: Benrahma stjarnan í sigri á Fulham
Said Benrahma (til hægri) fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Said Benrahma (til hægri) fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brentford 3 - 0 Fulham
1-0 Marcus Forss ('37 )
2-0 Said Benrahma ('62 )
3-0 Said Benrahma ('77 )

Brentford lagði Fulham, 3-0, í fyrsta leik kvöldsins í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Liðin mættust í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni í ágúst og þá vann Fulham eftir framlengdan leik. Brentford svarað fyrir sig í dag, eins langt og það nær.

Marcus Forss kom heimamönnum yfir þegar vel var liðið á seinni hálfleikinn og Said Benhrahma bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Seinna mark Benrahma var einkar laglegt en þá sneri klobbaði hann leikmann með einhvers konar hælspyrnu og lagði svo boltann í hornið með skoti fyrir utan teig.

Brentford er því komið í 8-liða úrslit deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner