Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernando Torres að fá spennandi gigg?
Torres hér fremstur á myndinni.
Torres hér fremstur á myndinni.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres er núna orðaður við stjórastarfið hjá Schalke í Þýskalandi.

Schalke er að leita sér að nýjum stjóra eftir að Karel Garaerts var rekinn frá félaginu. Marc Wilmots var á sama tíma rekinn úr starfi yfirmanns fótboltamála.

Real Madrid goðsögnin Raul er efsta nafn á blaði hjá Schalke en samkvæmt Bild er hann ekki möguleiki. Hann spilaði með Schalke undir lok leikmannaferils síns og stýrir í dag varaliði Real Madrid.

Fyrst hann er ekki möguleiki þá er Schalke að horfa til Torres sem er núna að stýra varaliði Atletico Madrid.

Torres var mikill markaskorari á sínum leikmannaferli en hann er líklega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool.

Schalke er sögufrægt félag sem hefur verið í mikilli lægð síðustu árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner