City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 01. nóvember 2021 07:15
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Frábært fyrsta mark Hákonar í dönsku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson skoraði í gær sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni en hann lék þá sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni fyrir FC Kaupmannahöfn.

Þessi stórefnilegi leikmaður skoraði annað mark FCK í 3-0 sigri gegn Vejle og var auk þess valinn maður leiksins.

Hákon er 18 ára gamall en markið hans má sjá hér að neðan.

Eins og sjá má átti Hákon frábæra sendingu í uppbyggingunni að markinu, áður en hann rak smiðshöggið sjálfur með frábærum skalla.

FCK er í öðru sæti með 28 stig, sex stigum á eftir Midtjylland þegar fjórtán leikir eru búnir af deildinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner