Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Conte og Grétar Rafn saman í stúkunni
Grétar Rafn Steinsson og Antonio Conte eru hlið við hlið í stúkunni
Grétar Rafn Steinsson og Antonio Conte eru hlið við hlið í stúkunni
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham Hotspur, þarf að sætta sig við að vera upp í stúku meðan lið hans spilar við Marseille í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en með honum er kunnuglegt andlit.

Conte fékk rauða spjaldið í 1-1 jafntefli liðsins við Sporting í síðustu viku en hann brjálaðist eftir að mark Harry Kane var dæmt af undir lok leiksins.

Hann er því í eins leiks banni og situr því sem fastast í stúkunni á Vélodrome-leikvanginum í Marseille.

Með honum er fyrrum landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson, en hann gegnir stóru hlutverki innan félagsins. Hann kemur að íþróttavísindum og leikmannamálum hjá Tottenham ásamt því að vinna náið með aðal- og unglingaliði félagsins.

Grétar starfaði áður hjá Everton og Fleetwood Town ásamt því að sinna sérstöku ráðgjafastarfi hjá KSÍ.


Athugasemdir
banner
banner
banner