Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   mán 02. janúar 2023 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Brentford nýtti færin gegn Liverpool
Bryan Mbeumo
Bryan Mbeumo
Mynd: EPA

Brentford 3 - 1 Liverpool
1-0 Ibrahima Konate ('19 , sjálfsmark)
2-0 Yoane Wissa ('42 )
2-1 Alex Oxlade-Chamberlain ('50 )
3-1 Bryan Mbeumo ('84 )


Brentford og Liverpool áttust við í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni á Gtech Community Stadium í Brentford.

Liverpoool var mun meira með boltann og byrjaði betur en það var Brentford sem skoraði fyrsta markið. Eftir hornspynru frá Brentford fékk Ibrahima Konate boltann í sig og hann fór þaðan í netið.

Yoane Wissa bætti öðru marki við stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en rétt áður hafði hann átt skot sem fór í Ben Mee og í netið en Mee var í rangstöðunni og markið því dæmt af. 2-0 var staðan í hálfleik.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool var eðlilega ekki sáttur með gang mála og gerði þrefalda skiptingu í hálfleik.

Liverpool menn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og Darwin Nunez kom boltanum í netið eftir þriggja mínútna leik í þeim síðari en aftur var mark dæmt af vegna rangstöðu.

Það liðu þó aðeins tvær mínútur áður en Alex Oxlade-Chamberlain skallaði boltann í netið og minnkaði muninn eftir fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold.

Liverpool reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en það var Bryan Mbeumo sem skoraði sigurmarkið með fyrsta skoti Brentford á markið í síðari hálfleik á 84. mínútu en hann vann Konate í baráttunni um boltann.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner