Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Íslandsmeistararnir mæta Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fullt að gerast á íslenska undirbúningstímabilinu á þessum ágætis sunnudegi.

Í Reykjavíkurmóti kvenna mæta Íslandsmeistarar Vals liði Þróttar. Valur tapaði óvænt fyrir Fylki í fyrstu umferð mótsins, en hefur unnið tvo leiki eftir það. Þróttur er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Í A-riðli Faxaflóamóts kvenna munu Selfoss og Haukar eigast við, en einnig er leikið í B-riðli mótsins.

Þá mætast KV og KFS í C-deild Fótbolta.net mótsins. Hvorugt lið náði að vinna sinn fyrsta leik, KV gerði jafntefli við Kára og KFS tapaði gegn Hvíta Riddaranum.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

Leikir dagsins:

Reykjavíkurmót kvenna
15:15 Þróttur R.-Valur (Egilshöll)

Faxaflóamótið - A-riðill
11:30 Selfoss-Haukar (JÁVERK-völlurinn)

Faxaflóamótið - B-riðill
12:00 ÍBV-Augnablik (Kópavogsvöllur)
18:00 ÍA-Afturelding (Akraneshöllin)

Fótbolta.net mótið - C-deild riðill 1
14:00 KV-KFS (KR-völlur)

Kjarnafæðismót karla - A-deild
17:15 KA2 - Dalvík/Reynir (Boginn)

Kjarnafæðismót kvenna
15:15 Fjarðab/Höttur/Leiknir - Þór/KA (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner