Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 02. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu myndirnar af Sabitzer eftir félagaskiptin - Búinn að fá númer
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: EPA
Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er mættur til Manchester United en hann kom til félagsins á láni frá þýska stórveldinu Bayern München á gluggadeginum.

Sabitzer var sóttur vegna meiðsla Christian Eriksen sem snýr aftur í fyrsta lagi í apríl.

Sabitzer er 28 ára Austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Man Utd hefur núna opinberað fyrstu myndirnar af honum í treyju félagsins og þá er hann kominn með treyjunúmer.

Sabitzer verður númer 15 en Nemanja Vidic er líklega besti leikmaðurinn sem hefur verið með þetta númer hjá félaginu.




Athugasemdir
banner