Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. mars 2020 13:10
Magnús Már Einarsson
KSÍ skoðar vinnulag varðandi þakkir til sjálfboðaliða
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Garðar Örn Hinriksson, fyrrum dómari, skrifaði áhugaverðan pistil á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi KSÍ fyrir að þakka dómurum ekki fyrir vel unnin störf þegar þeir leggja flautuna á hilluna.

Fótbolti.net leitaði eftir viðbrögðum frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ í dag.

„Ég vil ekki tjá mig um þessi einstöku ummæli. Við höfum verið að skoða vinnulagið í þessu og þetta er miklu stærra en bara dómarar. Þetta eru líka sjálfboðaliðar innan hreyfingarinnar," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er spurning hvenær þú ætlar að þakka starfsmanni og hvenær þú ætlar að þakka sjálfboðaliða. Við erum að reyna að setja okkur upp betra vinnulag varðandi sjálfboðaliða þegar þeir hætta. Við skoðum þetta heildstætt og reynum að bæta allar okkar ferla."

Á þetta vinnulag þá líka við um dómara sem hætta? „Það hefur ekkert verið ákveðið. Ég var að kasta upp fyrstu drögum að hugmyndum til að kynna fyrir stjórn, hvaða viðmið við getum haft. Það verður alltaf erfitt að muna eftir öllum. Fólk hættir á mismunandi tímum og af mismunandi ástæðum. Eins og hefur margoft komið fram í ræðu og riti þá stendur og fellur hreyfingin með framlagi sjálfboðaliða."
Athugasemdir
banner
banner