Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 02. mars 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp um Alisson: Þetta eru nokkuð slæm meiðsli
Mynd: Getty Images

Það er ljóst að Alisson markvörður Liverpool mun ekki spila með liðinu á næstunni vegna meiðsla.


Hann hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins og er ekki byrjaður að æfa. Hann ferðaðist ekki með liðinu til Lundúna á úrslitaleik deildabikarsins og var því ekki með í fögnuði liðsins eftir sigur á Chelsea.

Jurgen Klopp stjóri liðsins er þó bjartsýnn að hann muni snúa aftur áður en tímabilinu lýkur.

„Það er engin tímasetning á þessu en þetta eru slæm vöðvameiðsli. Leikmenn jafna sig mishratt, þetta eru engin smávægileg meiðsli. Við verðum að bíða í nokkrar vikur í viðbót. Hann er í ræktinni en ekki kominn út á völl," sagði Klopp.

„Þetta eru nokkuð slæm meiðsli en tímabilinu er ekki lokið hjá honum."


Athugasemdir
banner
banner