Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 02. apríl 2021 16:08
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sjötti sigur Watford í röð - Jón Daði spilaði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Championship deildin er farin á fullt skrið eftir landsleikjahlé og var níu leikjum að ljúka samtímis.

Þar er helst að frétta að topplið Norwich gerði jafntefli gegn Preston North End. Þeir gulklæddu eru aðeins nokkrum stigum frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Watford er á fleygiferð og er komið með annan fótinn aftur upp í úrvalsdeildina eftir sjötta sigurinn í röð. Watford lagði Sheffield Wednesday að velli í dag þökk sé sjálfsmarki snemma leiks.

Preston NE 1 - 1 Norwich
0-1 Emiliano Buendia ('17 )
1-1 Brad Potts ('94)

Watford 1 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tom Lees ('6 , sjálfsmark)

Bournemouth er þá búið að jafna Reading að stigum í umspilsbaráttunni þökk sé frábærum sigri á Middlesbrough. Reading spilar útileik við Barnsley í umspilsbaráttunni síðar í dag.

Derby County vann 2-0 sigur og er Wayne Rooney afar nálægt því að bjarga félaginu frá falli eftir arfaslakt tímabil.

Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu 20 mínúturnar í sigri Millwall sem er aðeins sjö stigum frá umspilssæti þegar nokkrar umferðir eru eftir af tímabilinu.

Bournemouth 3 - 1 Middlesbrough
1-0 Philip Billing ('14 )
1-1 Duncan Watmore ('63 )
2-1 Jefferson Lerma ('66 )
3-1 Dominic Solanke ('83)

Derby County 2 - 0 Luton
1-0 Lee Gregory ('7 )
2-0 Graeme Shinnie ('49 , víti)

Millwall 1 - 0 Rotherham
1-0 Jed Wallace ('64 )
Rautt spjald: Richard Wood, Rotherham ('55)

Bristol City 0 - 2 Stoke City
0-1 Nick Powell ('25 )
0-2 Steven Fletcher ('62 )

Cardiff City 0 - 1 Nott. Forest
0-1 James Garner ('29 )

QPR 3 - 0 Coventry
1-0 Chris Willock ('2 )
2-0 Michael Rose ('22 , sjálfsmark)
3-0 Ilias Chair ('68 )

Wycombe Wanderers 1 - 0 Blackburn
1-0 Fred Onyedinma ('48 )

Barnsley 16:30 Reading
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner