Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. apríl 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Refsaði Pique fyrir að vera í stutterma bol - „Hann húðskammaði mig"
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, fyrrum leikmaður Barcelona á Spáni, rifjaði upp skondið atvik frá því Pep Guardiola þjálfaði hann hjá spænska félaginu, en hann var einu sinni settur í skammarkrókinn fyrir það eitt að vera í stutterma bol.

Pique var partur af einu og ef ekki bara besta Barcelona-liði sögunnar en undir stjórn Pep Guardiola vann liðið allt sem hægt var að vinna. Saman unnu þeir fjórtán titla en Guardiola vildi aga og hugsaði vel um heilsu leikmanna.

Einn daginn ákvað Pique að vera í stutterma bol á köldum degi í Barcelona en ljósmyndarar náðu myndum af honum klæddum þannig og birtist það í blöðunum daginn eftir.

Guardiola sá myndirnar og ákvað að refsa Pique. Hann sektaði varnarmanninn og leyfði honum þá ekki að spila næsta leik, þar sem hann var að setja heilsu sína í hættu.

„Einu sinni var rosalega kalt í Barcelona og ég ákvað að vera í stutterma treyju. Það birtist síðan mynd af mér í snjónum í treyjunni og Pep sá það og gjörsamlega húðskammaði mig. Hann sektaði mig og valdi mig ekki í hóp fyrir leik ásamt því að láta mig borga máltíð fyrir allt liðið, en ástæðan var að ég var ekki að taka áhættu með heilsuna,“ sagði Pique.
Athugasemdir
banner
banner
banner