Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 02. maí 2021 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir 0-2 sigur í fyrsta leik Pepsi-Max deildarinnar en KR-ingar siguruðu Breiðablik sannfærandi í kvöld eftir mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart.

„Þetta var erfiður leikur, við byrjuðum ofboðslega vel þegar við náum tveim mörkum snemma og við vorum að pressa þá nokkuð vel en svo taka Blikarnir smá yfir og fara þrýsta okkur aftar og okkur leið vel þar. Við fengum ágætis tækifæri til þess að koma með skyndisóknir og bæta við þriðja markinu en það gekk ekki. Maður var aldrei rólegur hvort sem það var í hálfleik eða seint í síðari hálfleik því eitt mark frá Breiðablik hefði snúið öllu á hvolf en við náðum að sigla þessu heim," sagði Rúnar brattur eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Óskar Örn, fyrirliði KR, skoraði frábært mark í leiknum og er þetta 18. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild.

„Já Óskar er bara ótrúlegur leikmaður og hann er búinn að spila nánast alla leiki í allann vetur 90 mínútur og ég hef ekkert gefið honum frí og honum líkar vel við það þannig ég vona bara að hann haldi sér heilum og heldur áfram að gera flotta hluti fyrir okkur. Hann eldist bara eins og gott rauðvín."

KR voru ekki í miklum vandræðum varnarlega með Breiðablik, Rúnar búinn að vinna heimavinnuna vel?

„Við reynum nú að vinna vinnuna okkar vel allir þjálfarar hvort það sé ég eða Óskar, við urðum bara ofan á í dag eins og ég segi við skorum tvö góð mörk snemma í leiknum og eyðileggjum smá taktinn í þeim og tökum smá sjálfstraustið úr þeirra liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner