Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   sun 02. maí 2021 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir 0-2 sigur í fyrsta leik Pepsi-Max deildarinnar en KR-ingar siguruðu Breiðablik sannfærandi í kvöld eftir mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart.

„Þetta var erfiður leikur, við byrjuðum ofboðslega vel þegar við náum tveim mörkum snemma og við vorum að pressa þá nokkuð vel en svo taka Blikarnir smá yfir og fara þrýsta okkur aftar og okkur leið vel þar. Við fengum ágætis tækifæri til þess að koma með skyndisóknir og bæta við þriðja markinu en það gekk ekki. Maður var aldrei rólegur hvort sem það var í hálfleik eða seint í síðari hálfleik því eitt mark frá Breiðablik hefði snúið öllu á hvolf en við náðum að sigla þessu heim," sagði Rúnar brattur eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Óskar Örn, fyrirliði KR, skoraði frábært mark í leiknum og er þetta 18. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild.

„Já Óskar er bara ótrúlegur leikmaður og hann er búinn að spila nánast alla leiki í allann vetur 90 mínútur og ég hef ekkert gefið honum frí og honum líkar vel við það þannig ég vona bara að hann haldi sér heilum og heldur áfram að gera flotta hluti fyrir okkur. Hann eldist bara eins og gott rauðvín."

KR voru ekki í miklum vandræðum varnarlega með Breiðablik, Rúnar búinn að vinna heimavinnuna vel?

„Við reynum nú að vinna vinnuna okkar vel allir þjálfarar hvort það sé ég eða Óskar, við urðum bara ofan á í dag eins og ég segi við skorum tvö góð mörk snemma í leiknum og eyðileggjum smá taktinn í þeim og tökum smá sjálfstraustið úr þeirra liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner