Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 02. maí 2021 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir 0-2 sigur í fyrsta leik Pepsi-Max deildarinnar en KR-ingar siguruðu Breiðablik sannfærandi í kvöld eftir mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart.

„Þetta var erfiður leikur, við byrjuðum ofboðslega vel þegar við náum tveim mörkum snemma og við vorum að pressa þá nokkuð vel en svo taka Blikarnir smá yfir og fara þrýsta okkur aftar og okkur leið vel þar. Við fengum ágætis tækifæri til þess að koma með skyndisóknir og bæta við þriðja markinu en það gekk ekki. Maður var aldrei rólegur hvort sem það var í hálfleik eða seint í síðari hálfleik því eitt mark frá Breiðablik hefði snúið öllu á hvolf en við náðum að sigla þessu heim," sagði Rúnar brattur eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Óskar Örn, fyrirliði KR, skoraði frábært mark í leiknum og er þetta 18. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild.

„Já Óskar er bara ótrúlegur leikmaður og hann er búinn að spila nánast alla leiki í allann vetur 90 mínútur og ég hef ekkert gefið honum frí og honum líkar vel við það þannig ég vona bara að hann haldi sér heilum og heldur áfram að gera flotta hluti fyrir okkur. Hann eldist bara eins og gott rauðvín."

KR voru ekki í miklum vandræðum varnarlega með Breiðablik, Rúnar búinn að vinna heimavinnuna vel?

„Við reynum nú að vinna vinnuna okkar vel allir þjálfarar hvort það sé ég eða Óskar, við urðum bara ofan á í dag eins og ég segi við skorum tvö góð mörk snemma í leiknum og eyðileggjum smá taktinn í þeim og tökum smá sjálfstraustið úr þeirra liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner