Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   sun 02. maí 2021 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir 0-2 sigur í fyrsta leik Pepsi-Max deildarinnar en KR-ingar siguruðu Breiðablik sannfærandi í kvöld eftir mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart.

„Þetta var erfiður leikur, við byrjuðum ofboðslega vel þegar við náum tveim mörkum snemma og við vorum að pressa þá nokkuð vel en svo taka Blikarnir smá yfir og fara þrýsta okkur aftar og okkur leið vel þar. Við fengum ágætis tækifæri til þess að koma með skyndisóknir og bæta við þriðja markinu en það gekk ekki. Maður var aldrei rólegur hvort sem það var í hálfleik eða seint í síðari hálfleik því eitt mark frá Breiðablik hefði snúið öllu á hvolf en við náðum að sigla þessu heim," sagði Rúnar brattur eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

Óskar Örn, fyrirliði KR, skoraði frábært mark í leiknum og er þetta 18. tímabilið í röð sem hann skorar í efstu deild.

„Já Óskar er bara ótrúlegur leikmaður og hann er búinn að spila nánast alla leiki í allann vetur 90 mínútur og ég hef ekkert gefið honum frí og honum líkar vel við það þannig ég vona bara að hann haldi sér heilum og heldur áfram að gera flotta hluti fyrir okkur. Hann eldist bara eins og gott rauðvín."

KR voru ekki í miklum vandræðum varnarlega með Breiðablik, Rúnar búinn að vinna heimavinnuna vel?

„Við reynum nú að vinna vinnuna okkar vel allir þjálfarar hvort það sé ég eða Óskar, við urðum bara ofan á í dag eins og ég segi við skorum tvö góð mörk snemma í leiknum og eyðileggjum smá taktinn í þeim og tökum smá sjálfstraustið úr þeirra liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner