Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Nwaneri stal tveimur metum af Lewis-Skelly
Mynd: EPA
Enski vængmaðurinn Ethan Nwaneri stal tveimur metum af liðsfélaga sínum, Myles Lewis-Skelly, í 1-0 tapi Arsenal gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær.

Lewis-Skelly, sem er 18 ára gamall, setti tvö met er hann byrjaði leikinn fyrir Arsenal.

Hann varð bæði yngsti Englendingurinn og yngsti úrvalsdeildarleikmaðurinn til að spila í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, met sem honum tókst að halda í tæpar 90 mínútur.

Þá skipti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, enska vængmanninum Nwaneri inná sem stal báðum metum af vini sínum.

Nwaneri er 176 dögum yngri en Lewis-Skelly og því réttmætur methafi, en hann á einnig metið sem yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner