„Þetta var slakur leikur hjá okkur en ég skil ekki þennan vítaspyrnudóm. Hann var gjörsamlega út í hött," sagði Pétur Pétursson þjálfari Fram ósáttur eftir 2-1 tap gegn KV í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
KV skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka.
„Þetta var ekki víti fyrir fimm aura. Dómarinn stendur tíu metra frá þessu og línuvörðurinn flaggar 25 metra frá þegar okkar maður er með boltann. Ég skil ekki hvað hann er að dæma víti í svona stöðu."
Fram er ennþá án sigurs eftir fjóra leiki í 1. deildinni í sumar. „Við erum að spila við Gróttu á sunnudaginn og það er lykilleikur fyrir okkur," sagði Pétur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir