Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   þri 02. júní 2015 21:57
Magnús Már Einarsson
Pétur Péturs: Vítaspyrnudómurinn gjörsamlega út í hött
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta var slakur leikur hjá okkur en ég skil ekki þennan vítaspyrnudóm. Hann var gjörsamlega út í hött," sagði Pétur Pétursson þjálfari Fram ósáttur eftir 2-1 tap gegn KV í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

KV skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka.

„Þetta var ekki víti fyrir fimm aura. Dómarinn stendur tíu metra frá þessu og línuvörðurinn flaggar 25 metra frá þegar okkar maður er með boltann. Ég skil ekki hvað hann er að dæma víti í svona stöðu."

Fram er ennþá án sigurs eftir fjóra leiki í 1. deildinni í sumar. „Við erum að spila við Gróttu á sunnudaginn og það er lykilleikur fyrir okkur," sagði Pétur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner