Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   fös 02. júní 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugaverðasti stjóri Evrópu framlengir samning sinn
Will Still.
Will Still.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Will Still hefur framlengt samning sinn við franska félagið Reims.

Nýr samningur hans við félagið gildir til ársins 2025.

Hinn þrítugi Still vakti mikla athygli á tímabilinu sem er að líða þar sem hann tók við Reims í október og fór með liðið í gegnum 19 leiki án taps. Honum var lýst sem áhugaverðasta stjóranum í Evrópuboltanum.

Still spilaði mikið Football Manager tölvuleikinn í æsku en er nú að upplifa drauminn. Hann hætti að spila fótbolta þegar hann var 17 ára og fór þá að þjálfa.Hann byrjaði á því að vinna sem aðstoðarþjálfari U14 liðs Preston á Englandi og er núna búinn að vinna sig upp í það að vera aðalþjálfari Reims í frönsku úrvalsdeildinni.Árangurinn hefur verið þannig að um hann er talað og eftir honum tekið.

Reims hefur þurft að greiða 25 þúsund evrur í sekt fyrir hvern leik sem þeir spila þar sem Still er ekki búinn að sækja sér hæstu þjálfaragráðuna í bransanum, UEFA Pro License. Því má hann í raun ekki vera að þjálfa í frönsku úrvalsdeildinni en Reims hefur það mikla trú á honum að félagið sekt fyrir hvern leik sem hann stýrir. Hann er að sækja sér réttindin núna.

Reims mætir Montpellier í lokaleik sínum í frönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn en liðið er í ellefta sæti fyrir lokaumferðina.
Athugasemdir
banner