Fjórir leikir fara fram í 10. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Stórleikurinn, uppgjör Íslandsmeistaranna í Breiðabliki og toppliðs Víkings, fer fram á Kópavogsvelli og hefst sá leikur klukkan 19:15.
Fótbolti.net hitaði upp fyrir leikinn með viðtölum við þjálfara liðanna í gær:
Óskar Hrafn: Þetta Víkingslið er svolítið sérstakt núna
„Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð"
Fótbolti.net hitaði upp fyrir leikinn með viðtölum við þjálfara liðanna í gær:
Óskar Hrafn: Þetta Víkingslið er svolítið sérstakt núna
„Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð"
Við settum saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn í kvöld. Byrjum á grænum heimamönnum.

Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik og var það þriðji leikurinn í sumar þar sem liðið tapar stigum. Við spáum þremur breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Ef líklega liðið reynist rétt þá taka þeir Klæmint Olsen, Kristinn Steindórsson og Ágúst Eðvald Hlynsson sér sæti á bekknum.
Stefán Ingi Sigurðarson er heill heilsu og allar líkur á því að markahæsti leikmaður deildarinnar byrji leikinn. Þjálfararnir Óskar og Dóri leita oft í reynslu og kunnáttu Andra Rafns Yeoman í stórleikjunum og því er líklegt að hann byrji. Jason Daði Svanþórsson var að snúa til baka úr meiðslum í upphafi móts, Óskar talaði um að hann hafi verið tæpur og byrjaði því ekki gegn Keflavík, en við spáum því að hann byrji í kvöld.

Víkingur tapaði gegn Val í síðustu umferð, fyrsti leikurinn í sumar þar sem Víkingur tapar stigum. Við spáum þremur breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Matthías Vilhjálmsson er heill heilsu eftir að hafa glímt við veikind og Davíð Örn Atlason hefur verið hluti af sterkasta liði Víkings. Gunnar Vatnhamar er tæpur en við teljum þó að hann byrji og verði á miðjunni. Þeir Helgi Guðjónsson, Arnór Borg Guðjohnsen og Karl Friðleifur Gunnarsson taka sér sæti á bekknum.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 19 | 2 | 1 | 65 - 20 | +45 | 59 |
2. Valur | 22 | 14 | 3 | 5 | 53 - 25 | +28 | 45 |
3. Breiðablik | 22 | 11 | 5 | 6 | 44 - 36 | +8 | 38 |
4. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 45 - 25 | +20 | 34 |
5. FH | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 44 | -3 | 34 |
6. KR | 22 | 9 | 5 | 8 | 29 - 36 | -7 | 32 |
7. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 31 - 39 | -8 | 29 |
8. HK | 22 | 6 | 7 | 9 | 37 - 48 | -11 | 25 |
9. Fylkir | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 45 | -16 | 21 |
10. Fram | 22 | 5 | 4 | 13 | 32 - 47 | -15 | 19 |
11. ÍBV | 22 | 5 | 4 | 13 | 24 - 43 | -19 | 19 |
12. Keflavík | 22 | 1 | 9 | 12 | 20 - 42 | -22 | 12 |
Athugasemdir