Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   fim 02. júlí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alain Griezmann um Setien: Þú ert bara farþegi
Ástandið innan herbúða Barcelona virðist ekki vera ákjósanlegt um þessar mundir og telja fjölmiðlar Quique Setien þjálfara vera búinn að tapa klefanum.

Alain Griezmann, faðir Antoine Griezmann, telur svo vera og fór ekki leynt með skoðanir sínar um þjálfara sonar sins á samfélagsmiðlum.

Griezmann hefur ekki skorað eftir Covid pásu og var geymdur á bekknum þar til á 90. mínútu í 1-1 jafntefli gegn hans fyrrum félagi, Atletico Madrid. Hinn tvítugi Ricard Puig spilaði í hans stað.

Þetta var þriðji leikurinn af síðustu fjórum sem Griezmann byrjaði á bekknum og tók Alain ekki vel í það. Alain sá viðtal við Setien eftir jafnteflið við Atletico þar sem þjálfarinn er spurður út í fjarveru Griezmann.

„Ef þú vilt tjá þig þá verðuru að hafa lyklana að bílnum, en þú ert bara farþegi," sagði Alain og átti við að Setien ræður engu hjá Barcelona.

Bróðir Griezmann tjáði sig einnig á Twitter í gærkvöldi en var snöggur að eyða sínum ummælum út. Móðir hans hefur einnig átt í útistöðum við Setien.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
2 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
12 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
13 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner
banner