Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2020 12:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Þórólfur: Kemur til greina að fresta fótboltamótum
Frá N1-mótinu á Akureyri í fyrra.
Frá N1-mótinu á Akureyri í fyrra.
Mynd: N1 mótið
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af stórum fótboltamótum sem eru framundan.

„Það þarf ekki mikið að gerast til að það komi upp hópsýking," segir Þórólfur í samtali við fréttastofu RÚV.

Innanlandssmit eru orðin átta en fjölmargir eru í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks í kvennaflokki greindist með kórónaveiruna.

Skipuleggjendur stórra fótboltamóta hafa reynt að hólfa mótin niður en Þórólfur segir að mótunum fylgi áhætta.

„Við höfum áhyggjur af þessum stóru mótum og það verður erfitt að halda fólki í hólfum frá A til Ö," segir Þórólfur.

Hann segir að þessi mót séu í skoðun og möguleiki sé á því að gefið verði út að þau séu ekki æskileg. Hann var spurður að því hvort þessum mótum yrði hugsanlega frestað og sagði hann að það kæmi til greina.

N1-mótið á Akureyri er í gangi og Pollamótið um komandi helgi svo er stutt í Símamótið í Kópavogi.
Athugasemdir
banner
banner
banner