Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 14:35
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo og Maguire fá mesta drullið á samfélagsmiðlum
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að af leikmönnum Manchester United þá fá Cristiano Ronaldo og Harry Maguire, leikmenn Manchester United, flest neikvæð skilaboð þar sem drullað er yfir þá á Twitter.

Niðurstaða rannsóknarinnar var einnig sú að langflestir fótboltaáhugamenn nota samfélagsmiðla á ábyrgan og kurteisan hátt.

Neikvætt drull á Twitter náði hámarki þegar Ronaldo gekk aftur í raðir United og þegar Maguire baðst afsökunar eftir tap á heimavelli gegn Manchester City.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa margir hverjir fengið hótanir eða orðið fyrir kynþáttafordómum í gegnum samfélagsmiðla og mikil umræða um það í Bretlandi hversu slæm staðan er orðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner